Uppskriftir

Hér eru nokkrar uppskriftir sem ég hef tekið af netinu, en hef ekki prófað sjálfur

Kryddbitter:

 

Þurrkuð birkilauf

Fennelfræ

Púðursykur

Negulnaglar

Fjallagrös

Kanelstöng

Vodka eða brennivín

 Takið fram fallegar glerflöskur og þvoið vel. Ofan í þær eru svo sett heil þurrkuð birkilauf . Það má tína birkilaufin og þurrka við um 50 gráður í ofni í tvo til sex tíma eða þangað til að hægt er að mylja eitt lauf til prufu á milli fingrra. Einnig er hægt að kaupa þau tilbúin í heilsubúðum. Notið u.þ.b. 10 lauf í flösku. Bætið síðan út í þetta heilum fennelfræjum sem einnig fást í heilsubúðum, um einni matskeið á flösku, og einnig 3-6 matskeiðum af púðursykri og tveimur til þremur negulnöglum. Takið síðan dálítið af fjallagrösum, þvoið þau og hreinsið og látið í flöskurnar. Það er mikilvægt að fjallagrösin séu blaut því annars komast þau ekki niður flöskuhálsinn. Síðast er einni kanelstöng bætt við og loks er fyllt upp með vodka eða íslensku brennivíni. Þetta er svo látið standa í nokkrar vikur, jafnvel mánuði. Annað slagið þarf að hvolfa flöskunni til að blanda innihaldinu betur saman.

 

Vín veita yl

 

Hefðbundin víngerð úr vínberjum er þekkt um mest alla Suður-Evrópu en í Norður-Evrópu, aðallega á Norðurlöndum, býður veðurfarið ekki upp á slíka víngerð. Þess í stað hafa norrænir menn í gegnum aldirnar tekið upp á því að laga vín úr öðrum berjum s.s. rifsberjum, krækiberjum og bláberjum. Þetta uppátæki er einna þekktast í Svíþjóð og í Finnlandi þar sem berin eru látin liggja ásamt sykurlög í brenndum vínum eins og vodka eða gini. Þessi aðferð er hvoru tveggja í senn skemmtileg og gefur sömuleiðis af sér ljúfan drykk til að veita yl á köldum vetrarnóttum. 

Sloe Gin
Finnar eru sérstaklega þekktir fyrir að leggja ber og jurtir í brennivín. Þessa uppskrift má útfæra á ýmsan hátt með ýmsum berjum og fjölmörgum jurtum. Eins og hún kemur fyrir hér er hún tiltölulega einföld og kallast að hætti heimamanna "Oratuomi-snapsi". 

400 g ber (t.d. bláber eða krækiber. Upprunaleg uppskrift er með Sloe berjum eða þyrniplómum)
2 tsk hunang
500 ml af 40% gini eða öðru brennivíni

Skolið berin vandlega og frystið þau. Setjið þau síðan frosin á flösku, bætið við hunanginu og gininu og innsiglið vel. Látið standa við stofuhita í 3-4 mánuði og njótið síðan vel.

Krækiberjalíkjör
Hér er svo önnur uppskrift sem er enn einfaldari og í hana getum við í sjálfu sér notað hvaða ber sem er þó uppskriftin eigi við krækiber. 

4-500 g ber
1 kg sykur
1 l vodka

Sultið berin vel og blandið við sykurinn og vodkann. Hellið öllu saman á flöskur, innsiglið vel og geymið í kæli í 3-4 vikur.

Einfalt í desember
Á aðeins nokkrum dögum má útbúa frábæra snafsa, hér eru 2 einfaldar uppskriftir:

70 cl gin (ein flaska)
3 dl hunang, gjarnan af betri gerðinni
2 pakkar bláber

70 cl vodka (ein flaska)
3 dl hunang, gjarnan af betri gerðinni
1 pakki frosin blönduð ber (fæst í flestum matvörubúðum)

Leysið hunangið upp í spíranum og hellið berjunum út í. Lokið vel fyrir og látið standa við stofuhita í 4-7 daga. Smakkið eftir 3-4 daga og metið hvort bæta þurfi hunangi við.

Að lokum langar mig að vísa á forvitnilega síðu sem ég fann á netinu, uppfull af uppskriftum og fróðleik: "Fyrsta opinbera bláberjavefsíðan" frá Norður-Ameríska bláberjaráðinu. Allt er nú til!

Gangi ykkur vel við vín- og sultugerð og verði ykkur að góðu.


 

 

Þessi fróðleiksmoli er í boði Cocktail.is veisluþjónustu

Frekari upplýsingar: www.cocktail.isUppskriftir af berjavínum

 
Reyniberjavín

Hráefni:
 • hreinsuð reyniber
 • vodki
Aðferð:
 • Berin kramin örlítið og sett í flösku.
 • Vodkanum helt í flöskurnar svo yfir fljóti.
 • Látið standa í 3-4 vikur.
 • Síið berin frá.

Vínberjavín


Hráefni:
 • Vel þroskuð svört vínber
 • brennivín

Aðferð:
 • Berin sett í flösku.
 • Víninu helt yfir.
 • Látið standa í u.þ.b. 1 viku
 • Hellið vökvanum á hreinar flöskur og látið standa í nokkra mánuði.
 • Síað og þynnið með nýju brennivíni eftir þörfum.

Appelsínulíkjör

Hráefni:
 • 5 appelsínur
 • 5 dl koníak eða brennivín
 • 6 dl flórsykur
Aðferð:
 • Appelsínurnar afhýddar og börkurinn skorinn í mjóar lengjur.
 • Blandið saman áfengi og sykri og hrærið þar til sykurin er uppleystur.
 • Látið börkinn í lítraflöskur og hellið í hana áfengisblöndunni.
 • Lokið flöskunni og látið standa í u.þ.b. 3 vikur.
 • Síið og hellið á flöskur og best að láta standa eitthvað áfram áður en hann er drukkinn

Hrútaberjalíkjör

Hráefni:
 • 1/4 l hrútaber
 • 10 cl brennivín
Sykurlögur
 • 6 cl sykur
 • 2.5 cl vatn
Aðferð:
 • Hreinsið berin og setjið í krukkur eða flöskur.
 • Hellið brennivíninu á og geymið á björtum stað í 3-4 vikur.
 • Hristið nokkrum sinnum á meðan stendur.
 • Síð berin og þynnið vökvann með ylvolgum sykurlegi.
 • Hellið á flösku og lokið.
 • Látið standa og þroskast í 3 mánuði.

Ribsberjalíkjör

Hráefni:
 • 1 l ribsber eða krækiber
 • 1 flaska (75 cl) brennivín
Sykurlögur:
 • 2 dl vatn
 • 6 dl vatn
Aðferð:
 • Berin sett í flösku eða krukku og hellið víninu yfir.
 • Látið standa í 3 vikur og hristið annað slagið.
 • Síð og mælið brennivínið.
 • Sjóðið sykurlöginn og látið kólna.
 • Blandið honum síðan við berjavínið og hellið á flöskur.
 • Látið þroskast áður en hann er drukkinn.

Jarðberjalíkjör

Hráefni:
 • jarðaber
 • sykur
 • brennivín
Aðferð:
 • Fyllið flösku til hálfs með jarðaberjum og afganginn með sykri.
 • Látið standa á björtum stað þar til sykurinn hefur bráðnað.
 • Hellið áfenginu í og geymið á dimmum stað í 1 mánuð.
 • Síið berin frá og hellið yfir á hreinar flöskur.

 

Sólberjahlaup

Uppskrift frá Sigrúnu Sigmars

2 kg. Sólber
Ca 4-5 dl vatn
Ég læt berin hanga á stilkum og allt í lagi að hafa nokkur lauf með, það gefur smá bragð( ekki mikið magn samt)... Lesa meira
Berin eru skoluð, og sett í pott, síðan er hellt vatni í pottinn, vatnið hylji um helming berjanna og helmingur berjanna sé fyrir ofan vatnsborðið.
Berin eru soðin í vatninu í um það bil 15-20 mínútur á vægum hita þar til berin eru sprungin. Þá er bleyja sett í sigti og sigtið ofan í skál, látið vera um c.a. 1 sólahring, eftir því sem "saftin" lekur lengur af berjunum hleypur þetta betur. "saftinni" hellt í pott, 700 gr - 900 gr á móti hverjum lítra af safti, þetta síð ég í ca 20 mín á aðeins snarpari hita, sett strax í heitar glerkrukkur og lokað strax.
Ég hef líka sett súr græn epli og soðið með berjunumKrækiberjasaft
 (uppskrift frá Sigrúnu Sigmars)

1 L krækiberjasaft
400 gr. sykur
5 gr vínsýra

Krækiberin eru hreinsuð, þvegin og pressuð í berjapressu. Saftið mæld og sykurinn blandað saman við. Vínsýran leyst upp í litlu vatni og hrærð saman við.
Saftin er ýmist höfð hrá eða söðin í 5 - 10 mín.
Setja svo saftin í hreinsaðar flöskur


Bláberjalíkjör

Ef þessi líkjör er lagaður á berjatímanum í ágúst/september er hann tilbúinn í byrjun desember. Það er gaman á aðventunni að hlýja sér við minninguna um bláan berjamó sem farið var í um sumarið.
Fyllið hreina krukku af bláberjum og hellið sykri yfir eins og kemst. Fyllið síðan krukkuna með vodka og skrúfið lokið á. Hristið krukkuna annað slagið fram í desember. Síið þá vökvann í fallega flösku.Krækiberjalíkjör

500 gr krækiber
2 dl hlynsíróp
2-3 dl sykur
1 flaska vodka (750 ml)
Tætið berin sundur í matvinnsluvél og setjið safann í pott ásamt hratinu. Hitið varlega og leysið sykur upp í vökvanum. Takið pottinn af hitanum og hellið vodka út í. Látið standa í 30 mín. Sigtið og setjið á flöskur. Geymið í 2-3 mánuði. Geymist í a.m.k. eitt ár.


Hrátt bláberjamauk

Þegar berjamaukið er hrásultað nýtur ferska berjabragðið sín til fulls.
1 kg bláber (sólber eða rifsber)
400-500 gr sykur
1 msk rotvarnarvökvi, t.d. bensonat
Skolið ber og þurrkið vel. Hellið berjunum, sykri og rotvarnarefni í leirskál og hrærið saman með sleifarskafti. Hrærið í þessu annað slagið og látið samlagast í 2 sólahringa. Hellið í hreinar krukkur og geymið á köldum stað. Athugið að berin verða að vera nýtínd. Hægt er að gera hrásultu úr fleiri tegundum af berjum eins og sólberjum eða rifsberjum.


Rabarbara ghutney

3 - 4 krukkur
2 rauðlaukar, saxaðir
2 msk engiferrót, rifin
3 dl rauðvínsedik
2 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og söxuð
300 gr döðlur
1 msk gul sinnepsfræ
1 tsk kanill
½ tsk negull
1 tsk salt
¼ tsk allrahanda
300-350 gr púðursykur
800 gr rabarbari, sneiddur í 2 cm bita
Setjið rauðlauk, engifer og rauðvínsedik í pott og látið sjóða í 8-10 mín. Bætið öllu nema rabarbara út í og látið sjóða í 10 mín. Hafið lok á pottinum og fylgist vel með svo maukið brenni ekki. Bætið rabarbara út í og sjóðið áfram í 20 mín. Setjið maukið í hreinar krukkur.
Geymist á köldum stað í nokkra mánuði.


Krækiberjahlaup

1 lítri krækiberjasafi
600-800 gr sykur
Tætið ber sundur í matvinnsluvél og sigtið safann frá. Hellið safanum í pott ásamt sykri og hitið vel saman. Setjið í hreinar krukkur og lokið strax.


Tvær gerðir af bláberjasultu

1kg. bláber mixað og sett í pott
300 gr sykur sett út í látið koma upp suða og hrært í
sett þá úti 400 gr sykur
og látið bullsjóða í 3 til 4 mín
sett í krukkur þessi sulta geymist vel.

kveðja dagny stefans

1kg bláber
600g sykur
Takið blöð og stilka.
Ef þvo þarf berin er þeim hellt í sigti og skoluð með því að dýfa þeim nokkrum sinnum í kalt vatn. Látið berin í pott,komið upp hægri suðu. Sjóðið við vægan hita í 15 min.Hristið pottinn varlega öðru hvoru.Bætið í sykri og sjóðið 10 mín enn.Hrærið ekki hristið pottinn. Fleytið vel svo sultan verði tær. Sett á krukkur.

Og þessi kemur frá henni Júlíu AdolfsdótturRabbarbarasulta með sveskjum og engifer

1 kg rabarbari skorin í bita
100 gr sveskjur sem legið hafa í bleyti í nokkra tíma
750 gr hrásykur
Engifer eftir smekk
Soðið í mauk.


Kirsuberjasulta með kanil

Kirsuberjasultu má nota í bökur og ýmsa eftirrétti eða með góðum osti.
Í þessa uppskrift þarf til eitt kg af kirsuberjum,
eina kanilstöng,
börk og safa úr tveimur sítrónum,
500 gr af sultuhleypi.

Skerið kirsuberin gróflega niður og setjið í stóran pott ásamt kanilstönginni, sítrónuberkinum og safanum og 150 ml af vatni.
Látið suðuna koma rólega upp og lækkið síðan hitann og látið malla í 20 mínútur.
Hrærið öðru hverju og látið malla þar til berin eru orðin mjúk. Bætið því næst við sykrinum og hrærið þar til hann hefur leyst upp, látið síðan sjóða vel í um 5 mínútur þar til sultan hefur fengið létta áferð.
Ef hún á að vera í stífari kantinum skal sjóða hana aðeins lengur.


Peru og apríkósumauk

Sæt ávaxtamauk eða chutney passa með ýmiss konar mat.
Í uppskriftina þarf:
425 gr af þroskuðum tómötum, afhýddum án kjöts og niðurskornum
425 gr af sykri
140 gr af eplum, niðursneiddum og afhýddum
140 gr af niðursoðnum, þurrkuðum apríkósum
3 msk af ferskri engiferrót
2 msk af salti
450 ml af hvítvínsediki
1 ¼ kg af perum skornum í munnbita
Setjið allt hráefnið nema perurnar í djúpan pott og látið suðuna koma upp. Látið malla á lágum hita og hrærið öðru hverju í um klukkutíma. Bætið perunum saman við og látið malla rólega í hálftíma í viðbót. Látið maukið kólna alveg áður en það er sett í krukkur.


Sólberjahlaup

1 kg sólber (látið svolítið af grænum berjum og stilkum fylgja með)
½ dl vatn
1 kg sykri
Skolið ber og setjið þau í pott ásamt vatni og látið suðuna koma upp hægt. Sjóðið við vægan hita í 10 mín. Bætið sykri út í og sjóðið í 10 mín í viðbót. Hrærið í annað slagið á meðan sultan sýður. Síið í gegnum grisju og hellið hlaupinu í hreinar krukkur og látið kólna.


Bláberjahlaup

Uppskriftin miðast við fersk bláber. Ef þið notið frosin ber þurfið þið að nota sultuhleypi. Það má nota sömu uppskrift við að gera hrútaberjahlaup.
1 lítri bláberjasafi
1 kg sykur
Safi úr 1 sítrónu
Útbúið fyrst bláberjasafa. Setjið bláber í víðan pott ásamt svolitlu vatni. Fyrir hvert kíló af berjum er passlegt að nota ¾ af vatni. Látið krauma við vægan hita þar til öll berin eru sprungin. Sigtið í gegnum klút. Setjið bláberjasafann í pott og látið sjóða í 5 mín. Bætið sítrónusafanum út í. Takið pottinn af hellunni og hrærið sykrinum saman við, hrærið í þar til sykurinn er uppleystur. Hellið í hreinar krukkur og lokið strax.


Reyniberja hlaup

600-800 gr vel þroskuð reyniber
8 dl vatn
Sykur
Leggið ber í bleyti yfir nótt í kalt vatn blandað örlitlu ediki. Sjóðið berin í vatni við vægan hita í 2 klst. Sigtið gegnum grisju. Mælið safann og notið í 1 kíló af sykri á móti 1 lítra af safa. Setjið í pott og sjóðið þar til þykknar. Setjið í hreinar krukkur og látið kólna.


Bláberja chutney

400-500 gr bláber
½ rauðlaukur, fínt saxaður
2 ½ cm bútur af engiferrót
¾ dl vínedik
70 gr púðursykur
¼ tsk salt

½ tsk kanill
½ tsk fenníkufræ, steytt
Setjið bláber, lauk, engifer, edik, púðursykur og salt í pott og sjóðið við meðalhita þar til blandan fer að þykkna. Bætið kanil og fenníkufræjum út í og sjóðið aðeins saman. Hellið í hreinar krukkur. Geymist í 3-4 mánuði á svölum stað.

Krækiberjalíkjör, prófun í gangi

Hrásaft, krækiberja,     400 gr
Hunang,                     400 gr.
Púðursykur                150 gr
Vodka 40%                800 gr

Svo bara að bíða og sjá til hvernig til tekst

Sangria

Á norðurlöndum tíðkast sá siður að blanda jólaglögg úr rauðvíni og kanil en Spánverjar gera sér drykk úr rauðvíni og ávöxtum allann ársins hring. Sá drykkur kallast Sangria og er einskonar þjóðardrykkur þar syðra.

Til að gera góðan Sangriudrykk er hægt að nota sitt lítið af hverju en uppistaðan er fyrst og fremst ávextir, rauðvín og sætuefni.

Sætuefnið getur verið bæði sykur, hunang eða síróp og ávextirnir eru valdir eftir smekk hvers og eins. Örlitlu koníaki er bætt við og svo er drykkurinn kældur og borin fram í stórum glösum.

Það er hægt að nota margskonar gerðir af rauðvíni en óhætt er að mæla með því að keyptur sé rauðvínskútur enda þarf ekki að nota dýr og flott vín í þennan drykk.

Snilldarvalkostur fyrir sumarveisluna í garðinum, bæði með mat eða sem fordrykkur.

Uppskrift að SANGRIU:

Létt, þurrt rauðvín, ein til tvær flöskur.
Skornir ávextir; t.d. appelsínur, epli, jarðarber, lime, sítrónur, ber, mangó os.frv
Sætuefni: Til dæmis hunang, sykur, síróp, appelsínusafi eða grenadín.
Brandý, þrjú staup. 
Örlítið af kanil. 
Sumir nota Sprite eða 7Up. 
Fullt af klaka.

Flettingar í dag: 3
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 91
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 454713
Samtals gestir: 78348
Tölur uppfærðar: 23.1.2019 00:00:43