15.05.2017 13:45

Ótitlað

Sparnaðarráð

Heimalagaður illgresiseyðir

Það eru nokkrar leiðir til að losna við illgresi. 

Vínedik: Drepur illgresi fljótt og vel. Best er að nota það óblandað og í þurrki, eða að minnsta kosti ef þurrkur er í kortunum. Flest vínedik til heimilisnota inniheldur 5% ediksýru og er alveg nóg fyrir illgresisnýgræðlinga. Það er líka til 9% og sú blanda er fín á njóla og fullvaxið illgresi.

Salt: Er fyrirtaks illgresiseyðir, en eins og með önnur skæð vopn, verður að gæta þess að nota ekki of mikið vegna þess að það getur drepið meira en bara það sem átti að drepa. Best er að nota salt á stöðum þar sem gróður á alls ekki að vaxa eins og til dæmis milli gangstéttarhella, í innkeyrslum, undir sólpöllum og við húsvegginn.

Aðferð
Blanda 1 hluta af salti á móti 2 hlutum af vatni. Óhætt er að salta illgresið eins og poppkorn.

Tortímandablandan
Salt og vínedik! Blanda 1,3 bollum af salti á móti 4 lítrum af vínediki. Það má setja 1 msk af uppþvottalegi út í blönduna til að gulltryggja árangur.

Heitt vatn
Setja ketilinn í gang eða pottinn yfir og hita að suðumarki og hella á arfann.

11.05.2017 15:18

Brú

Þetta hefur mér alltaf fundist falleg brú.


  • 1
Flettingar í dag: 34
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 68
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 401058
Samtals gestir: 70472
Tölur uppfærðar: 28.7.2017 14:40:59